Fréttaskot
Skíðafélag Strandamanna hefur nú verið skráð á almannaheillaskrá Skattsins. Það þýðir að einstaklingar og fyrirtæki sem styrkja félagið með fjárframlögum geta fengið endurgreiðslu frá skatti. Þetta virkar þannig í stuttu máli að eftir að gjöf hefur verið greidd með millifærslu er sendur tölvupóstur til okkar og við sendum inn tilkynningu til RSK um gjöfina.
Einstaklingar geta styrkt SFS um allt frá 10.000 kr til 350.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum. Dæmi: Einstaklingur greiðir 4.000 kr styrk á mánuði fær skattafslátt að fjárhæð 15.096 kr og greiðir þannig í raun aðeins 32.904 kr fyrir 48.000 kr styrk til félagsins.
Fyrirtæki geta líka fengið skattafslátt vegna styrkja. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum. Dæmi: Fyrirtæki styrkir SFS um 500.000 kr getur lækkað tekjuskattinn sinn um 100.000 kr. Fyrirtækið greiðir þannig í raun 400.000 kr fyrir 500.000 kr styrk. Miðað er við 20% skatt sem er algengusta skattprósenta lögaðila.
Svona gengur ferlið fyrir sig
Þú millifærir upphæð að eigin vali (lágmark 10.000 kr) inn á reikning SFS 1161-05-400178, kt 510100-2120. Síðan sendir þú tölvupóst með eftirfarandi upplýsingum á skidafelagstrandamanna@gmail.com:
a) Nafn og kennitala greiðanda
b) Fjárhæð framlags
c) Greiðsludagur
Við munum senda til baka kvittun fyrir styrknum ásamt því að koma upplýsingunum áleiðis til Skattsins sem kemur svo skattaafslættinum til skila til þín.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Skattsins.