Fréttaskot
Ungmennin okkar í SFS hafa staðið sig mjög vel í vetur og hafa náð þeim stórkostlega árangri að verða bikarmeistara SKÍ í samanlagðri stigakeppni liða í skíðagöngu í flokki 13-16 ára annað árið í röð.
Hægt er að lesa nánar um úrslit heildarstiga mótanna á heimasíðu Skíðasambands Íslands https://www.ski.is/is/um-ski/frettir/ska-og-sfs-bikarmeistarar-i-gongu
Iðkendur, þjálfara og foreldrar hafa ferðast á fjögur bikarmót í vetur ásamt á Íslandsmót í skíðagöngu. Þrjú mót fóru fram á Ísafirði og tvö á Akureyri. Þau hafa lagt mikið á sig í vetur og uppskáru eftir því. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og hlökkum við til áframhaldandi bikarmóta næsta vetur.
Því miður þá gat SFS ekki haldið sitt fyrsta bikarmót eins og til stóð vegna snjóleysis. Við vonumst eftir meiri snjó næsta vetur til að geta hafið þetta skemmtilega verkefni sem fellst í því að halda bikarmót SKÍ.
Næst á dagskrá hjá iðkendum er Landsmót í skíðaskotfimi á Ísafirði 17. og 18. apríl. Þar munu 14 þátttakendur frá SFS taka þátt og verður spennandi að fylgjast með þeim á mótinu.
Innanfélagsmót SFS fara fram um helgina en laugardaginn 19. apríl verður Krambúðarmótið haldið og mánudaginn 21. apríl, annan í páskum, verður Grímseyjarmótið haldið.
Eftir það heldur hópurinn til Akureyrar á Andrésar andar leikanna en í ár er metfjöldi þátttakenda á vegum SFS, 39 börn skráð í skíðagöngu og leikjabraut.