Fréttaskot

Nýr snjótroðari SFS

Nýr snjótroðari SFS

Skíðafélag Strandamanna fest kaup á snjótroðara. Troðarinn er af tegundinni Pisten Bully 100, árgerð 2015 og er notaður 4200 vinnustundir. Troðarinn var fluttur til okkar frá Austurríki og annaðist Gámaþjónusta Hólmavíkur ehf flutning troðarans af hafnarbakka í Reykjavík í Selárdal fyrir okkur.

Kaupverð troðarans er 17.856.000 kr. Skíðafélagið átti til rúmar 5 milljónir af kaupverðinu og safnast hafa framlög frá einstaklingum og fyrirtækjum til kaupa á troðaranum alls 3.692.900 kr þegar þessi frétt er skrifuð.

Við viljum færa þeim einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum sem hafa styrkt Skíðafélag Strandamanna með fjárframlögum til troðarakaupanna okkar bestu þakkir fyrir. Þessi framlög skipta okkur mjög miklu máli.

Með nýjum snjótroðara er aukið öryggi í að geta haldið úti öflugri skíðabraut og þar með öflugu skíðagöngustarfsemi þar sem fyrri snjótroðari félagsins var orðinn mjög óáreiðanlegur. 

Það standa ennþá eftir um 10 milljónir króna sem við þurfum að fjármagna með lántöku. Það er ennþá hægt að styrkja félagið fyrir troðarakaupunum og minnka þannig þá upphæð sem félagið þarf að taka að láni.

Skíðafélag Strandamanna er á almannaheillaskrá hjá Skattinum sem þýðir að einstaklingar og fyrirtæki sem styrkja félagið með beinum fjárframlögum geta fengið endurgreiðslu frá skatti.

Hægt er að millifæra á söfnunarreikning félagsins fyrir snjótroðara:Reikningsnúmer 1161-15-202019. Kennitala Skíðafélags Strandamanna er 510100-2120.

Eftirtalin fyrirtæki og sveitarfélög hafa nú þegar styrkt okkur og erum við þeim afar þakklát fyrir:

Landsbankinn - Reykhólahreppur - Strandabyggð - ST 2 ehf - Millu og Krillu ferðir - Strandagaldur ses - Strandatrölli ehf - Gullsteinn sf - Ljósver ehf - Útgerðarfélagið Skúli ehf - Fiskvinnslan Drangur ehf - Útivera ehf - Ferðaþjónustan Miðjanes - Hlökk ehf.

Hjartans þakkir fyrir stuðninginn!

Engin ummæli enn
Leit