Fréttaskot

Strandagangan 2025

Strandagangan 2025

Strandagangan verður haldin í Selárdal við Steingrímsfjörð laugardaginn 8 mars. Undirbúningur er í fullum gangi og skráning gengur vel. 

Við höfum fengið fjölda útdráttarverðlauna frá flottum fyrirtækjum sem hafa styrkt Skíðafélagið og erum við þeim afar þakklát. Þau fyrirtæki sem hafa styrkt SFS með útdráttarverðlaunum eru Everest, Fjallakofinn, Útilíf, Hótel Laugarhóll, Galdur Brugghús, Kaffi Galdur, Café Riis og Sauðfjársetrið. Einnig hafa Sláturfélag Suðurlands og Ölgerðin styrkt Strandagönguna með vörum þeirra. 

Dagskrá helgarinnar er:

Föstudagur:
18:00-20:00 - Afhending keppnisgagna í Félagsheimilinu á Hólmavík
Laugardagur: 
9:00-10:30 - Afhending keppnisgagna í Selárdal
11:00 - Elítustart í 20 km vegalengd
11:00-11:20 - Fljótandi start í öllum vegalengdum
14:00-17:00 - Kaffihlaðborð í Félagsheimilinu á Hólmavík
14:30 - Tímatöku hætt í Selárdal
15:30 - Verðlaunaafhendin í Selárdal
Sunnudagur:
9:00-9:45 - Afhending keppnisgagna í Selárdal
10:00-12:00 - Skíðaskotfimimót í Selárdal
11:30-13:00 - Kjötsúpa seld í skíðaskálanum
12:30 - Verðlaunaafhending
13:00-15:00 - Skíðaleikjadagur fyrir börn og unglinga í Selárdal
13:00-15:00 - Skíðaganga fram á Selárdal

Það er því nóg um að vera hjá okkur um helgina og erum við spennt að taka á móti öllum gestunum í Selárdalinn.

Þjónustuaðilar í næsta nágrenni við Strandagönguna í Selárdal
Gisting:

Malarhorn á Drangsnesi malarhorn@malarhornguesthouse.is
Hólmavík House, s. 8960587, www.holmavikhouse.is
Svanshóll Apartments, s. 4513380, https://svansholl.is/
Kríukot, s. 8616199
Steinhúsið, s. 856 1911
Veitingar:
Cafe Riis Opið 12:00-23:00 (eldhús lokar 1 klst fyrr). Pantanir á https://caferiis.is/
Kaffi Galdur: Hóppantanir í s. 8976525 - Opið 12:00-18:00 https://galdrasyning.is/ 
Krambúðin: Opið föstudag 9:00-19:00, Lau-Sun: 10:00-18:00.
Sundlaugar og heitir pottar:
Hólmavík: Opið Föst 9:00-16:00, Lau 11:00-16:00, Sun 14:00-18:00.
Drangsnes, Opið Föst 15:00-18:00, Lau-Sun 13:00-17:00
Drangsnes: Sjópottarnir eru opnir allan sólarhringinn.
Laugarhóll: Sundlaug opin alla daga 8:00-22:00.  

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi viðburði helgarinnar er velkomið að senda póst á skidafelagstrandamanna@gmail.com eða í skilaboðum í gegnum Facebook.

Að lokum þá viljum við þakka þeim fjölda sjálfboðaliða sem bjóða fram aðstoð sína og vinnu, án þeirra væri þetta ekki hægt. 

Engin ummæli enn
Leit