Fréttaskot
31. Strandagangan var haldin í Selárdal síðastliðinn laugardag 8. mars 2025.
172 keppendur mættu á ráslínuna og 167 þeirra luku keppni. Veður og aðstæður voru eins og best var á kosið, sól og logn allan daginn og hiti um frostmark.
Genginn var 5 km hringur milli Geirmundarstaða og Múlengis í mynni Selárdals þar sem ekki var nægur snjór til að ganga 10 km hring.
Sigurvegarar í 20 km vegalengdinni voru Grétar Smári Samúelsson SFÍ og Árný Helga Birkisdóttir SKA og hlutu þau fyrir sigurinn farandbikara til varðveislu í eitt ár.
Þrjú fyrstu í hverri vegalengd voru:
20 km konur:
1. Árný Helga Birkisdóttir 2007 SKA 1:12:28
2. Edda Vésteinsdóttir 1981 Ullur 1:18:29
3. Ásdís Káradóttir 1971 Ullur 1:25:48
20 km karlar:
1. Grétar Smári Samúelsson 2006 SFÍ 53:49
2. Snorri Eyþór Einarsson 1986 SFÍ 57:24
3. Hilmar Örn Kárason 1992 Völsungur 58:56
10 km konur:
1. Birna Dröfn Vignisdóttir 2011 SFS 38:33
2. Sölvey María Tómasdóttir 2010 SFÍ 40:10
3. Íris Jökulrós Ágústsdóttir 2012 SFS 43:43
10 Km karlar:
1. Jökull Ingimundur Hlynsson 2011 SFS 33:20
2. Daði Wendel 2010 Ullur 34:47
3. Friðgeir Logi Halldórsson 2012 SFS 35:48
4 km konur:
1. Ásdís Helga Ingólfsdóttir 2013 SFS 16:06
2. Sandra Ösp Jónsdóttir 2014 Ullur 16:38
3. Guðrún Ösp Vignisdóttir 2013 SFS 17:00
4 km karlar:
1. Hávarður Blær Ágústsson 2011 SFS 14:35
2. Haraldur Vignir Ingólfsson 2014 SFS 16:05
3. Kristvin Guðni Unnsteinson 2012 SFS 16:39
Öll úrslit úr Strandagöngunni er að finna á timataka.net
Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir komuna til okkar í Selárdal þennan frábæra dag. Starfsfólk mótsins fær okkar bestu þakkir fyrir vel unnin störf við framkvæmd mótsins. Við þökkum einnig þeim fjölmörgu áhorfendum sem mættu í dalinn til að fylgjast með spennandi keppni og hvetja keppendur til dáða í Strandagöngunni.
Við sjáumst í 32. Strandagöngunni sem verður haldin í Selárdal 7. mars 2026. Við minnum á að næsta ganga í Íslandsgöngumótaröðinni er Bláfjallagangan sem haldin verður í Bláfjöllum laugardaginn 22. mars og hvetjum fólk til að fjölmenna þangað.