Viðburðir

Námskeið

Skíðagöngunámskeið 2025

Skíðafélag Strandamanna heldur tvö opin námskeið í hefðbundinni skíðagöngu ásamt tveimur einkanámskeiðum. Einnig munum við bjóða aftur upp á námskeið í skíðaskotfimi, en það er glænýr valkostur á Íslandi.

23.-25. janúar, hefðbundið skíðagöngunámskeið. Upplýsingar og skráning hér 
30. janúar-1 febrúar, hefðbundið skíðagöngunámskeið. Upplýsingar og skráning hér

Námskeiðin verða haldin á skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal við Steingrímsfjörð, u.þ.b. 15 mínútna akstur frá Hólmavík. 

Námskeiðsgjald á hefðbundin námskeið og einkanámskeið
Námskeiðsgjald fyrir námskeið í hefðbundinni skíðagöngu er 35.000 kr og verður stofnuð krafa í heimabanka eftir skráningu. Innifalið í námskeiðsgjaldi er léttur hádegismatur á laugardeginum í skíðaskálanum. Staðfestingargjald á námskeiðið er 10.000 kr og er innifalið í námskeiðsgjaldinu. 

Námskeiðsgjald á skíðaskotfiminámskeið
Námskeiðsgjald fyrir skíðaskotfiminámskeið er 40.000 kr og verður stofnuð krafa í heimabanka eftir skráningu. Innifalið í námskeiðsgjaldi er léttur hádegismatur báða dagana í skíðaskálanum. Staðfestingargjald á námskeiðið er 10.000 kr og er innifalið í námskeiðsgjaldinu.

Afbókanir
Æskilegt að að afbókanir berist 7 dögum fyrir komudag og skulu þá berast skriflega til skidafelagstrandamanna@gmail.com. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt nema að námskeið falli niður. Nafnabreyting er heimil fram að upphafi námskeiðs.

Búnaðarleiga
Ef þörf er á leigu á skíðabúnaði þarf það að liggja fyrir tímanlega áður en námskeið hefst. Leiga á búnaði kostar 5.000 kr fyrir daginn eða 10.000 kr fyrir helgarnámskeið. 

Fyrirspurnir skal senda á netfangið skidafelagstrandamanna@gmail.com eða í skilaboðum á Facebook.
Leit