Verðskrá

Verðskrá veturinn 2022-2023

Æfingagjöld Skíðafélags Strandamanna:
Æfingagjöld veita börnum aðgang að öllum æfingum SFS og innifalin er leiðsögn og kennsla skíðaþjálfara. Æfingagjöld eru send í heimabanka. Öll æfingagjöld miðast við einn vetur.

Æfingar Verð
Línuskautaæfingar 8.000 kr
Gönguskíði 10.000 kr
Línuskauta- eða styrktaræfingar og gönguskíði 12 ára og yngri 15.000 kr
Bikarmótsiðkendur 13 ára og eldri 30.000 kr
Hámarksgreiðsla fyrir systkinahóp 40.000 kr
Þjálfarar Skíðafélags Strandamanna veturinn 2022-2023 eru Ragnar Bragason, Sigríður Jónsdóttir, Rósmundur Númason, Jóhanna Rósmundsdóttir, Vilberg Þráinsson, Hjalti Helgason, Ágúst Helgi Sigurðsson og fleiri afleysingaþjálfarar.

Félagsgjöld (árgjald)

Félagar SFS eru stoltir af uppbyggingu og vetrarstarfi félagsins og bjóða nýja iðkendur velkomna í félagið, bæði skíðaiðkendum og öðrum velunnurum sem vilja sýna félaginu stuðning sinn. 

Félagsgjald SFS veitir börnum aðgang að Andrésar andarleikunum á Akureyri, bikarmótum og öllum innanfélagsmótum. Félagið greiðir einnig keppnisleyfi fyrir 17 ára og eldri. Félagsgjöld eru send í heimabanka. Nýjar skráningar eða afskráningar má senda á skidafelagstrandamanna@gmail.com.
Aldurshópur Verð
Börn 0-5 ára Frítt
Börn 6-16 ára 1.000 kr
Fullorðinn 2.500 kr

Brautargjald fyrir fullorðna

Brautargjald veitir gönguskíðaiðkendum aðgang að skíðabrautum, skíðasvæði og skála SFS í eitt skipti. Vetrargjald veitir ótakmarkaðan aðgang að brautum og svæði félagsins yfir allan veturinn. 

Foreldrum er frjálst að fara sjálfstætt á skíði á meðan börnin eru á æfingum og spreyta sig í brautunum og hvetjum við foreldra sérstaklega til þess. Foreldrum er ætlað að greiða brautargjald eða vetrargjald, eftir því sem við á. 

Greiða þarf brautar- eða vetrargjald með millifærslu inn á bankareikning 1161-05-400178, kt. 510100-2120. Þessi gjaldtaka kemur ekki í heimabanka.
Gjald Verð
Brautargjald (per heimsókn) 1.300 kr
Vetrargjald (ótakmarkaðar heimsóknir) 13.000 kr

Önnur starfsemi SFS

SFS er með helgarnámskeið eftirfarandi daga veturinn 2023: 

20.-21. janúar Blindrafélagið - einkanámskeið 
17.-19. febrúar uppselt 
24.-26. febrúar uppselt - biðlisti 

SFS hefur jafnframt aðkomu að öðrum námskeiðum sem haldinn eru á skíðasvæði SFS eftirfarandi daga, en iðkendur eru engu að síður velkomnir á svæðið: 

27-28. janúar 
3-4. febrúar 
10-11. febrúar 
24-25. febrúar 
3-4. mars 
17-18. mars
Leit