Skíðaskotfimi

Skíðaskotfiminámskeið 17.-18. febrúar 2024

Nýtt á Íslandi, vertu með frá byrjun! Skráning hér

Skíðafélag Strandamanna heldur tveggja daga námskeið í skíðaskotfimi 17.-18. febrúar 2024. Námskeiðið verður haldið á skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal við Steingrímsfjörð, ca 15 mín frá Hólmavík. Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði og reglur í skíðaskotfimi ásamt hvernig á að umgangast og nota skíðaskotfimiriffla á æfingum og keppni. Hámarksfjöldi á námskeiðinu er 20 þátttakendur. Gert er ráð fyrir að þátttakendur kunni helstu atriði hefðbundinnar skíðagöngu. Námskeiðsgjald er 35.000 kr. Innifalið í námskeiðsgjaldi er léttur hádegismatur báða dagana í skíðaskálanum.
 
Dagskrá:
Laugardagur:
kl. 11, Kynning á skíðaskotfimi í skíðaskálanum og farið yfir reglur íþróttarinnar. Eftir kynninguna verður skotæfing með skíðaskotfimirifflum. 
kl. 13-14, Hádegishlé og matur í skíðaskálanum. 
kl. 14-16 Æfing á skíðum, tækniæfingar, farið yfir helstu aðferðir í frjálsri aðferð á skíðum.

Sunnudagur: 
kl. 10-12, Skíðaskotfimiæfing, farið í tækniæfingar á skíðum og skotfimi æfð, farið sérstaklega í tæknina við að skjóta, bæði liggjandi skot og standandi skot.
kl. 12-13, Hádegishlé og matur í skíðaskálanum. Horft á myndbönd af skíðaskotfimi og farið yfir tæknina. 
kl. 13-15, Æfingamót í skíðaskotfimi og námskeiðslok.

Stofnaður verður facebook hópur fyrir þátttakendur þar sem þjálfarar setja inn ýmsar upplýsingar.
Fyrirspurnir skal senda á netfangið skidafelagstrandamanna@gmail.com.

Smáa letrið: Með skráningu á námskeiðið samþykkir þú að fá kröfu fyrir 35.000 kr námskeiðsgjaldi í heimabankann. Þar innifalið er staðfestingargjald að upphæð 10.000 kr og fæst ekki endurgreitt nema námskeiðið falli niður. Afbókanir þurfa að berast eigi síðar en sjö dögum fyrir komudag, eftir þann tíma fæst ekki endurgreiðsla. Nafnabreyting er heimil fram að byrjun námskeiðs.


Skíðaskotfimimót 10. mars


Skíðaskotfimi er íþrótt sem blandar saman skíðagöngu og skotfimi. Keppt verður 10. mars, daginn eftir Strandagönguna. Þetta er samstarfsverkefni Skíðasambands Íslands og Skíðafélags Strandamanna til kynningar á íþróttinni. Umframtekjur skotfimimótsins fara í að kaupa búnað. 

Gengnir verða 3 x 2,5 km hringir og skotið tvisvar á skotmörk með skíðaskotfimirifflum, fyrst liggjandi og síðan í standandi stöðu. 11-15 ára ganga styttri vegalengdir. Á skotsvæðunum er skotið fimm skotum í senn en fyrir hvert feilskot þarf að fara einn refsihring. Refsihringur er stuttur hringur til hliðar við brautina. Sá keppandi sigrar sem lýkur keppni með stystan heildartíma.

Aldursflokkar í karla-, kvenna og kynlausum flokki:
11-15 ára laser rifflar
16-35 ára .22 kalibera rifflar
36 ára og eldri .22 kalibera rifflar

Skráningargjald:
5.000 kr fyrir 11-15 ára.
10.000 kr fyrir 16 ára og eldri.

Skráningu lýkur kl 23:59 fimmtudaginn 7. mars.
Í hádeginu á sunnudeginum verður í boði að kaupa kjötsúpu á aðeins 2.500 kr, og rennur sú fjárhæð beint í kaup á skíðaskotfimibúnaði.
Leit