Fréttaskot

Skíðaskotfimimót 10. mars
Skíðaskotfimi er íþrótt sem blandar saman skíðagöngu og skotfimi. Keppt verður 10. mars, daginn eftir Strandagönguna. Umframtekjur skotfimimótsins fara í að greiða fyrir búnað sem við höfum verið að fjárfesta í.
Frádráttarbærir styrkir til íþróttafélaga
Skíðafélag Strandamanna hefur nú verið skráð á almannaheillaskrá Skattsins. Það þýðir að einstaklingar og fyrirtæki sem styrkja félagið með fjárframlögum geta fengið endurgreiðslu frá skatti. Þetta virkar þannig í stuttu máli að eftir að gjöf hefur verið greidd með millifærslu er sendur tölvupóstur til okkar og við sendum inn tilkynningu til RSK um gjöfina.
Skíðaskotfimi
Skíðaskotfimi er blanda af skíðagöngu og skotfimi og fer áhuginn á þessu nýja sporti á Íslandi sívaxandi. Fólk á Ströndum hefur löngum verið talið nýjungagjarnt fólk og til í flest, svo mátti síðar deila um hversu gáfulegar nýjungarnar voru. Við hjá Skíðafélagi Strandamanna tökum þessu nýja skíðasporti af heilum hug.
Þjálfaranámskeið á Akureyri
Skíðafélag Strandamanna átti sex áhugasama þátttakendur á þjálfaranámskeiði sem SKÍ bauð upp á.
Skíðagöngunámskeið 2024
Skíðafélag Strandamanna heldur tvö almenn námskeið í hefðbundinni skíðagöngu í 26.-28. janúar og 23.25. febrúar ásamt námskeiði í skíðaskotfimi 17.-18. febrúar.
 Skíðaskotfimimót
Skíðaskotfimimót verður haldið 12. mars, daginn eftir Strandagönguna. Um er að ræða samstarfsverkefni Skíðasambands Íslands og Skíðafélags Strandamanna til kynningar á íþróttinni.
Leit